12. mar. 2024

Tilnefningar til plötuumslags ársins

Sú nýbreytni var tekin um í tengslum við verðlaunin fyrir ári síðan að leita til Félags íslenskra teikngara (FÍT) um val á plötuumslagi ársins. Dómnefndir FÍT-verðlaunanna hafa lokið störfum og á verðlaunahátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna verða tilnefningar til plötuumslags ársins kynntar. Verðlaunin verða afhent á verðlaunahátíð FíT 22. mars.

Plötuumslag ársins

Átta - Sigur Rós
Hönnun: Ragnar Helgi Ólafsson

(v2,2) - Róshildur
Hönnun: Þorgeir Kristinn Blöndal

Museum - JFDR
Hönnun: Gréta Thorkelsdóttir og Dóra Dúna

Gleypir tígur, gleypir ljón - Tumi Árnason og Magnús Trygvason Eliassen
Hönnun: Héðinn Finnsson (Íbbagoggur)

How to Start a Garden - Nanna
Hönnun: Davíð Arnar Baldursson og Ragnar Þórhallsson

Ást & praktík - Hipsumhaps, hönnun
Viktor Weisshappel Vilhjálmsson