23. jan. 2024

Verðlaunahátíð Ístón 2024

Frestur til innsendinga rann út 19. janúar og skemmst er frá því að segja að innsendingum fjölgaði töluvert milli ára. Það hljóta að vera gleðitíðindi þar sem fjöldi innsendinga endurspeglar það sem við kannski öll vitum að gróska í íslenskri tónlist er dæmalaus.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 12. mars. Frestur til innsendinga rann út 19. janúar og skemmst er frá því að segja að innsendingum fjölgaði töluvert milli ára. Það hljóta að vera gleðitíðindi þar sem fjöldi innsendinga endurspeglar það sem við kannski öll vitum að gróska í íslenskri tónlist er dæmalaus, ekkert lát á gróðursældinni í þessum skapandi greinum okkar og nýliðunin endalaus.

Nú tekur við vinna dómnefndaakademíu tónlistarverðlaunanna, sem telur um 30 manns, en nefndirnar tóku til starfa í byrjun árs. Þeirra bíður afar erfitt verkefni og ekki öfundsvert.

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða svo kynntar á sjálfum hlaupársdeginum 29. febrúar og eins og áður segir þá er sjálft verðlaunakvöldið 12. mars og eins og áður verða herlegheitin í beinni útsendingu á RÚV.

Rétt er að ítreka að verðlaunin verða veitt á þriðjudagskvöld en síðustu ár hafa verðlaunakvöldin ratað á miðvikudagskvöld. Þriðjudagar eru sannarlega ekki óheppilegir fyrir uppskeruhátíðir og gleði, eins og segir í þekktu íslensku dægurlagi „Helgin er svo lengi að líða, hversu lengi má ég bíða? Fram á þriðjudagskvöld.“

Lög, tónverk og plötur sem koma til greina

Skoða
SkoðaSkoðaSkoðaSkoðaSkoða

Tilnefningar kynntar 29. febrúar

Nánar
NánarNánarNánarNánarNánar