Móttaka innsendinga
Frá 1. desember 2025 til 16. janúar 2026 taka Íslensku tónlistarverðlaunin við innsendingum frá tónlistarfólki, útgefendum og öðrum fyrir tónlistarárið 2025 (hlekkur á innsendingavef hér að neðan).
Í fjórum yfirflokkum; Popp-, rokk-, raf- og hipphopptónlist, sígildri og samtímatónlist, djasstónlist og loks annarri tónlist (kvikmynda-, leikhús, þjóðlaga- og heimstónlist meðal annars) eru veitt fern verðlaun fyrir plötur ársins, lög og tónverk ársins, flytjendur ársins og söng ársins. Þvert á alla flokka er svo verðlaunað fyrir tónlistarviðburð, framúrskarandi upptökustjórn, myndband, plötuumslag og texta ársins.
Loks sér dómnefndaakademía verðlaunanna um að útnefna björtustu vonina og sérstakan heiðursverðlaunahafa hvers árs.
Verðlaunin verða afhent í Hörpu 18. mars 2026.

Viltu að þú eða verkefnið komi til greina?
Tekið er á móti innsendingum á sérstökum innsendingarvef verðlaunanna.