Upplýsingar fyrir þátttakendur

Þátttökuskilyrði

Íslensku tónlistarverðlaunin eru opin öllum íslenskum útgáfum/verkum sem hafa komið út á Íslandi á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2023.

Til að útgáfa teljist íslensk verður aðalflytjandi eða aðalhöfundur að búa og starfa á Íslandi eða vera íslenskur.

Tekið verður við tilnefningum frá 1. desember 2023 til og með 15. janúar 2024.
Tilnefningar verða kynntar um mánaðarmót febrúar og mars.
Verðlaunahátíðin fer fram í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 12. mars 2024.

Dómnefndir

Aðaldómnefndir Íslensku tónlistarverðlaunanna verða fjórar talsins:

  • Popp, rokk, rapp og raftónlist
  • Djass og blús
  • Sígild- og samtímatónlist
  • Önnur tónlist en þar eru undir: Opinn flokkur, kvikmynda- og leikhústónlist, þjóðlaga- og heimstónlist.

Flokkarnir rapp, hip hop, raftónlist, leikhús- og kvikmyndatónlist ásamt þjóðlagatónlist eru háðir þeim afmörkunum að nægilega margar frambærilegar tilnefningar berist í þessa tilteknu flokka. Önnur tónlist inniheldur Plötu ársins í Opnum flokki og Plötu ársins í flokknum Kvikmynda- og leikhústónlist og Plötu ársins í þjóðlagatónlist en þar að auki er Plötuumslag ársins valið og Upptökustjórn.

Dómnefndir eru skipaðar af framkvæmdastjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hver aðaldómnefnd er minnst skipuð fimm aðilum og er reynt eftir bestu geta að gæta jafnræðis hvað aldur, kyn, störf og annað varðar. Reglulega er halið opið umsóknarferli og auglýst um setu í dómnefndum og þær skipaðar í kjölfarið.

Dómnefndir í Sígildri og samtímatónlist og Poppi, rokki og annarri tónlist eru skipaðar sjö aðilum en dómnefnd í Djass og blús og Annarri tónlist eru skipaðar fimm aðilum.

Dómnefndir eru skipaðar fagfólki úr íslensku tónlistar- og menningarlífi og reynt er eftir bestu getu að gæta jafnræðis hvað aldur, kyn, störf og annað varðar við val á fólki í fagnefndir. Dómnefndarfólk situr að jafnaði í 3 ár.

Þátttaka

Útgefandi/ábyrgðarmaður verður að skrá verk til þátttöku og sjá til þess að aðgangur að verkinu sé veittur.

Innsendingargjald fyrir tilnefningu er kr. 6000. Sendi sami umsjónaraðili/listamaður inn fleiri en þrjár tilnefningar fyrir einn og sama titilinn eða listamanninn greiðir hann þó aldrei hærra gjald en kr. 18.000. Innsendingargjald þarf að greiða í umsóknarferlinu (undir Skráning: Skrá verk) til að geta klárað umsóknina en krafa er send í heimabanka ábyrgðarmanns.

Útgefandi/ábyrgðarmaður velur þann undirflokk sem hann telur rétt að tilnefna hljómplötuna/verkið í. Dómnefnd er heimilt að leggja til breytingu á flokkun hljómplötu/verks ef svo ber undir með leyfi stórnar Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Grunngjald fyrir hverja innsendingu er kr. 6000 nema verið sé að skrá tónleika og tónlistarhátíð þar sem skráning er gjaldfrjáls. Skráningargjald fyrir einn og sama titilinn/verkið í nokkra verðlaunaflokka er aldrei hærra en kr. 18.000 fyrir einstaka skráningu.

Dæmi um skráningu: Listamaður sækir um í flokknum Popp fyrir eina plötu og skráir í fjóra verðlaunaflokka: Plötu ársins, Lag ársins, Söngvara ársins og Plötuumslag ársins. Um einn titil er að ræða og gjaldið er því kr. 18.000 (en ekki 24.000). Annað dæmi: Listamaður sækir um í flokknum Popp en fyrir tvær plötur, og skráir báðar plöturnar í Plötu og Lag ársins. Um er að ræða tvo titla í tvo flokka, og því er gjaldið 24.000. Dæmi þrjú: Ef plötufyrirtæki sæki um í flokknum Plötu ársins fyrir tíu listamenn er gjaldið 10 x 6.000 kr. eða 60.000 kr.

Innsendingargjald þarf að greiða í umsóknarferlinu (undir Skráning: Skrá verk) til að geta klárað umsóknina. Tilnefning er ekki fullgild fyrr en greiðsla hefur borist.

Tekið skal fram að kröfur þarf að stofna handvirkt en reynt er að stofna og senda þær í heimabanka umsækjanda eins skjótt og auðið er.

Skráning til Íslensku tónlistarverðlaunanna fer fram á vefsíðu www.iston.is frá 1. janúar 2022 til og með 16. janúar 2022.

Í skráningarferlinu er tekið við rafrænum eintökum af tilnefndum verkum en það má einnig skila geisladiskum og vínýlplötum á skrifstofu STEFs við Laufásveg.

Dómnefndir munu hlusta á öll innsend verk.

Réttur Íslensku tónlistarverðlaunanna

Við skráningu til þátttöku veitir útgefandi/ábyrgðarmaður ÍTV leyfi til þess að nota allt að 30 sekúndna bút úr innsendu verki við markaðssetningu og kynningu á ÍTV. Þegar um kynningu á endanlegum tilnefningum og verðlaunahöfum er að ræða má nota lög/verk í heild sinni. Þátttakandi er ábyrgur fyrir því að öll leyfi séu fyrir hendi.

Handhægar upplýsingar

Hefur þú áhuga á að senda inn verk?

Tekið er á móti innsendingum á sérstökum innsendingarvef verðlaunanna.

Opna umsóknarvef
Opna umsóknarvefOpna umsóknarvefOpna umsóknarvefOpna umsóknarvefOpna umsóknarvef