12. mar. 2024

Verðlaunahafar 2024

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent 12. mars 2024. Alls voru voru veitt 20 verðlaun auk heiðursverðlauna og útnefningar björtustu vonarinnar. Þá voru tilnefningar til plötuumslags ársins kynntar.

Aldrei hafa fleiri innsendingar komið inn til verðlaunanna. Akademía fjögurra dómnefnda Íslensku tónlistarverðlaunanna samanstendur af 24 einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa fjallað um tónlist, flutt hana eða samið á undanförnum árum. Í nefndunum sitja 13 konur og 13 karlar, 2 formannanna eru karlar og 2 konur.

Dómnefndirnar komust að eftirfarandi niðurstöðu.

Plötur ársins

Sígild og samtímatónlist

Atli Heimir Sveinsson: The Complete String Quartets
Siggi String Quartet

Djasstónlist

Innermost
Mikael Máni Ásmundsson

Popp, rokk, hipphopp og raftónlist

Museum
JFDR

Önnur tónlist

BRIDGES II
Ægir

Kvikmynda- og leikhústónlist

Knock At The Cabin
Herdís Stefánsdóttir

Flytjendur ársins

Djasstónlist

Andrés Þór Gunnlaugsson

Popp, rokk, hipphopp og raftónlist

Laufey

Sígild og samtímatónlist

Sæunn Þorsteinsdóttir

Önnur tónlist

Mugison

Söngur ársins

Djasstónlist

Kristjana Stefánsdóttir

Popp, rokk, hipphopp og raftónlist

Laufey

Sígild og samtímatónlist

Jóhann Kristinsson

Tónverk og lög ársins

Önnur tónlist

Wandering Beings
Guðmundur Pétursson

Sígild og samtímatónlist

COR
Bára Gísladóttir

Popp, rokk, hipphopp og raftónlist

Skína
PATRi!K, Luigi

Djasstónlist

Íslendingur í Uluwatuhofi
Stefán S. Stefánsson

Texti ársins

Hún ógnar mér
Vigdís Hafliðadóttir

Tónlistarmyndband ársins

Waiting - Árný Margrét
Leikstjórn: Guðmundur Kristinn Jónsson

Bjartasta vonin

Kári Egilsson

Heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna 2024

Hörður Áskelsson